Af forsetum á Hofsósi og framandi gestum í Þistilfirði

Ekki veit ég af hverju, en þessi fyrirsögn minnti mig einhvern veginn á fyrirsögnina frægu í Degi forðum (einhvern tíma á áttunda áratugnum): "Negri í Þistilfirði".

Líklega er það vegna þess að fyrirsögnin "Forsetinn tók skóflustungu á Hofsósi" er svo skemmtilega margræð. Er þetta merkilegur atburður vegna þess að það var forsetinn, sem vann verkið, eða af því að það hefur ekki gerst í trilljón ár að skóflustunga hafi verið tekin í umræddu sveitarfélagi? Eða telst það til tíðinda að forsetinn hafi tekið skóflustungu, en ekki eitthvað annað, á Hofsósi?

Negrinn í Þistilfirði reyndist vera svartur vinnumaður, ef ég man rétt, og alls engin aðsteðjandi vá, eins og margir gárungar ályktuðu að gamni sínu. Negri var heldur ekki eins neikvætt orð á áttunda áratugnum og það er nú. Ég efast um að ritstjórinn, Erlingur Davíðsson (sem sumir héldu að bæri ættarnafnið Skráði vegna þess hvað hann var duglegur að skrá æviminningar manna og kvenna), hefði notað þetta orð ef honum fyndist á því neikvæður blær.

Og þá er spurningin, allt eftir því hvaða skilning menn leggja í fyrirsögnina um forsetann:

Hver skyldi taka næstu skóflustungu á Hofsósi?

Hvað skyldi forsetinn gera næst á Hofsósi?

Hvar skyldi forsetinn taka skóflustungu næst?


mbl.is Forsetinn tók skóflustungu á Hofsósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband