26.4.2008 | 21:20
Ellen og Skepnurnar
Sé út undan mér ađ Ellen Burstyn er í Sjónvarpinu. Líklega er ţetta Ya-Ya Sisterhood, mig minnir ađ hún hafi veriđ á dagskrá kvöldsins.
Hef sjaldan hrifist eins mikiđ og af Ellen Burstyn í kvikmyndinni Requiem For A Dream. Myndin var ekki sú besta sem ég hef augum bariđ, en leikur Ellenar var sennilega međ ţví allra magnađasta sem ég hef séđ. Varđ leiđur ţegar hún fékk ekki Óskarinn.
Var ađ hlusta á eina af eftirlćtisplötunum mínum áđan. Hún heitir Before We Were So Rudely Interrupted (1977) og er önnur (og ađ mínum dómi sú betri) af tveimur "reunion-"plötum hljómsveitarinnar Animals eins og hún var í upphafi. Miklir snillingar eru ţessir menn - eđa voru, ţví ađ bassaleikarinn Chas Chandler er dáinn. Synd ađ hljómsveitin varđ ekki langlífari og synd ađ hún skyldi ekki gera fleiri endurreisnarplötur. Eric Burdon söngvara og Alan Price hljómborđsleikara kom víst ekkert sérstaklega vel saman. Hef lítiđ heyrt í Price síđustu árin, en Burdon er í fantaformi og röddin aldeilis mögnuđ ennţá. Ţađ syngja fáir hvítir menn blúsinn eins og hann.
John Steel var enn ađ tromma síđast ţegar ég vissi og Hilton Valentine ađ spila á gítarinn. Mikiđ vćri gaman ef eftirlifandi Skepnur kćmu nú saman einu sinni enn.