Köben?

Hvar er þetta Köben? Af samhengi má ráða að þetta sé borg, að líkindum í Danmörku, en þrátt fyrir ítrekaða leit hefur mér ekki tekist að finna hana á neinu korti. Þó er Köben auglýstur áfangastaður flugfélaga og þangað eru ferðir á vegum ferðaskrifstofa, jafnvel héðan frá litlu Akureyri. Ég hef séð þetta orð, Köben, í blaðaviðtölum og þetta á greinilega að vera ákaflega skemmtilegur staður.

Ég spurði danskan vin min að þessu og hann kannaðist ekki við neitt Köben. Hann hélt reyndar fyrst að ég væri að tala um að "köbe ind" og undraðist að ég skyldi ekki vita hvað það væri.

Hér með er lýst eftir Köben, þeim forvitnilega stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Letilufsa

Nú styttist kannski í að það verði auglýstar ferðir til Akureyris, hljómar eins og Marmaris og er án efa mjög skemmtilegur staður

Letilufsa, 28.4.2008 kl. 14:07

2 identicon

Ég held að hér sé átt við höfuðborg Danmerkur (og okkar fyrrum). Á árum áður var nafn borgarinnar stytt á annan hátt og menn notuðu endinuna og kölluðu borgina Höfn. Þá fóru menn til Hafnar. Styttingunni var breytt í Köben samkvæmt ósk bæjarstjórnar Hafnar í Hornafirði eftir miðja síðustu öld.

Þorsteinn G. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Mikill er áhrifamáttur löngu sálaðrar bæjarstjórnar Hafnar í Hornafirði! Ég sé enga þörf á að stytta hið fína orð Kaupmannahöfn. Danir stytta ekki heiti höfuðborgar sinnar (þó að fjöldi Íslendinga haldi að "Köben" sé stytting sem Danir nota sjálfir) og á ensku heitir hún Copenhagen, sem ekki er beinlínis stutt og þjált. Þaðan af síður finnst mér ástæða til að nota eitthvert orðskrípi sem ekki er einu sinni íslenskt. Ef við viljum endilega stytta Kaupmannahöfn ættum við að gera það sómasamlega.

Helgi Már Barðason, 30.4.2008 kl. 08:44

4 identicon

Ég er alveg sammála síðasta ræðumanni.  "Köben" er bara orðskrípi sem við ættum að fella niður.  Þessi stytting er alveg óþörf og þeir sem eru ofl latir til að segja og skrifa "Kaupmannahöfn" , ættu bara að leggja eitthvað annað fyrir sig.

Haukur Harðarson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband