Eignaspjöll

Veggjakrot, sinubrunar, íkveikjur ... ég held að það hljóti að vera tími til kominn að setja miklu harðari lög um eignaspjöll á Íslandi. Víða vestanhafs er svo mikil virðing borin fyrir eignarréttinum að fólki dettur ekki einu sinni í hug að rölta yfir annarra manna lóðir þó að engin sé girðingin. Eitthvað annað en hérlendis. Hér kveikjum við í eigum annarra eða eyðileggjum þær með öðru móti ef okkur dettur í hug - við látum sko engan segja okkur fyrir verkum! Hvergi er þetta skýrara en í umferðarómenningunni okkar. Reglur eru bara fyrir einhverja aula.

Við Íslendingar erum nefnilega algerir Jónatanar - gerum bara nákvæmlega það sem okkur sýnist. Það er kominn tími á að Soffía frænka sýni klærnar og herði refsingar við eignaspjöllum, hverju nafni sem þau nefnast. Og hananú.


mbl.is Allt að 5000 tré ónýt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Ég er tímum saman í losti yfir því hversu skelfilega okkur hefur mistekist að ala upp drengina okkar (fremur en stúlkurnar).   Við erum með lúsera út um allt sem sóða sitt nánasta umhverfi út - - í borg og bæjum og félagslegu samhengi sínu einnig.  Siðleysið veður uppi með eignaspjöllum - - og óraunveruleika sem birtist í þessum ósköpum aftur og aftur.   Reykjavík er með yfirbragð slömm-hverfis og fátæktarömurleika  - - mitt í græðgisvæddri ofneyslunni sem birtist við næsta horn eða á byggingarsvæðum - - handan við krotið og ruslið - - ömurleikann og allt það.

Hér er komin þörf á að menn taki til hendi og sameinist í aðgerðum til að efla okkar unga fólk til árangurs og það gerum við best með því að efla foreldra til metnaðarfulls uppeldis og nýtum okkur skólana til að koma til liðs við slíka viðleitni af kröfuharðri einbeitni.

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 29.4.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Helgi Már Barðason

Sinubruninn í Hafnarfirði getur ekki flokkast undir prakkarastrik að mínu mati. Vissulega fiktaði maður með eldspýtur og í mínu ungdæmi voru öll sætisbök í strætó útkrotuð. Útisamkomur Íslendinga hafa lítið breyst, því miður, þó að til allrar hamingju megi nú ræða ýmislegt í sambandi við þær sem enginn vildi vita af áður. Ástandið hefur kannski verið slæmt í áratugi, þegar öllu er á botninn hvolft, en það gerir það ekkert afsakanlegra. Þvert á móti.

Helgi Már Barðason, 30.4.2008 kl. 08:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband