Á eyðieyju með 10 plötur

sallyoHann Bubbi, kunningi minn, heldur úti skemmtilegri bloggsíðu, Bubbinn bloggar, þar sem hann fær fólk til að skrifa lista yfir 10 hluti, gjarnan hljómplötur eða geisladiska, sem það myndi taka með sér á eyðieyju. Þetta er dálítið skemmtilegur leikur og ég tók þátt í honum um daginn. Feta þar í fótspor margra góðra manna og kvenna.

Á síðunni hans Bubba, http://bubbinn.bloggar.is , má sjá myndir af plötuumslögunum og alla listana sem honum hafa verið sendir. Þeir eru athyglisverðir, margir hverjir, og skemmtilega fjölbreyttir. Svona lítur listinn minn út (en hann er reyndar síbreytilegur og ekki víst að hann liti eins út í dag ef Bubbi hefði beðið mig um þetta núna):

1. PARALLEL LINES - Blondie (1978)

2. GOODBYE YELLOW BRICK ROAD - Elton John (1973)

3. WATER BEARER - Sally Oldfield (1978)

4. BEFORE WE WERE SO RUDELY INTERRUPTED - The Animals (1977)

5. CARDIFF ROSE - Roger McGuinn (1976)

6. FEELS SO GOOD - Chuck Mangione (1977)

7. THE KÖLN CONCERT - Keith Jarrett (1975)

8. HARMONY - Gordon Lightfoot (2004)

9. LIFE FOR RENT - Dido (2003)

10. SKULLDUGGERY - Steppenwolf (1976)

Helst vildi ég geta tekið með mér a.m.k. 50 stykki, en þá væri ég líklega kominn með yfirvigt.

 

Athugasemdir mínar og ástæður fyrir valinu má sjá á síðu Bubba.

Hlakka til að sjá fleiri slíka lista. Það er gaman að góðum leikjum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

já, gaman að svona listum. setti inn hjá mér fyrir nokkru síðan lista, átti fyrst að vera topp tíu, breyttist í topp tólf en breyttist svo í topp 12-26!!! því þetta var svo erfitt. á eftir að setja dopp dösin inn, geri það síðar.

þú ert nú greinilega ekki alveg í 2008 tónlistinni, sem er kúl. sonur minn tólf ára sagði einmitt við mig í gær að það hefði verið búin til miklu betri tónlist í gamla daga og hann fílaði helst breskt rokk frá 1960-80...

lánaði honum nokkra diska áðan.

skrifa alveg undir sally oldfield, steppenwolf og blondie. líka dido þó ekki væri fyrir annað en að hún var kærasta alan smith þegar hann var í leeds, en svo fór hann reyndar í man united og newcastle.

vantar kannski smá graðhestarokk í þetta en ok, sem betur fer fíla ekki allir það sama.

arnar valgeirsson, 1.6.2008 kl. 18:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband