Kýrhausinn

Margt er skrýtið í kýrhausnum.

Rómantíkin er til dæmis gengin aftur. Nú hafa popparar gerst rómantískir og halda því fram að landið okkar sé ósnortið.

Nú má hvergi virkja. Jafnvel djöfullegustu fúafen eru orðin náttúruperlur.

Popparar benda hver á annan og skora á næsta mann að syngja gegn fátækt í stað stóriðju. Ég legg til að þeir syngi gegn hlutabréfaviðskiptum.

Svo á að halda rómantíska og elskulega fjölskylduhátíð í bænum mínum um verslunarmannahelgina. Samt eiga skemmtistaðir að vera opnir til klukkan fimm að morgni og unglingadansleikir að standa yfir til klukkan þrjú að nóttu.

Einkennilegt fjölskyldulíf það. En kannski orðið norm í okkar firrta tvískinnungsþjóðfélagi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

iss, getur djammað með konu og börnum fram á rauða nótt. tóm hamingja.

en halló helgi. fagra ísland er núna að breytast í fimm væntanleg stóriðjuver. fimm... í viðbót.

mér finnst nú í lagi að vekja máls á þessu og tek ofan fyrir poppurunum sem voru með tónleika í laugardalnum.

ef enginn segir múkk þá er bara drullað yfir okkur sísona. verðum að segja múkk.

eins og holy seagull...

arnar valgeirsson, 22.7.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála Arnari Akureyringi.........góðar kveðjur norður

Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 02:18

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Hm ... fagra Ísland, já. Það er til á nokkrum stöðum, en annars hafa forfeður okkar séð um eyðileggingu þess að mestu leyti ásamt sauðkindum og eldgosum. Enginn er þorskurinn þessa dagana og á einhverju verður fólk að lifa, sé ekki meiningin að breyta Íslandi endanlega í borgríki. Maðurinn lifir ekki á hugsjónum einum saman. Virkjanir, stóriðja og náttúruvernd verða að geta farið saman - það er ekki hægt að gera hvern einasta mel að þjóðgarði en það má heldur ekki virkja hvar sem mönnum dettur í hug.

Auðvitað er þarft og gott að vekja máls á svona hlutum - en áldósirnar sem skildar voru eftir í Laugardalnum eru skýrt dæmi um tvískinnung okkar í þessum efnum. Sömuleiðis margumrætt viðtal við milljónapopparann okkar.

Auðvitað eigum við að mótmæla því sem okkur mislíkar því sem okkur finnst rangt og mótmæli popparanna voru a.m.k. friðsamleg og vöktu mikla eftirtekt. Öðru máli gegnir um fólk sem hlekkjar sig við vinnuvélar og vinnur jafnvel á þeim skemmdarverk. Skyldi peningunum fyrir Íslandsreisunni ekki hafa verið betur varið til aðstoðar fátæklingum í heimalandinu?

Það er óneitanlega skondið að horfa á fólk mótmæla virkjunum og stóriðju og drekka auðvaldskók úr Alkóa-áldósum, framleiddum með rafmagni, milli vígorða. Um leið óma tónar hljómlistarmannanna úr risavöxnum hljóðkerfum sem nota vænan skammt af rafmagni frá orkurisanum ógurlega.

Og svo er allt ruslið skilið eftir á fagra Íslandi þegar tónleikunum lýkur.

Mótmæli verða bara hálfgerður skrípaleikur ef þau eru ekki hugsuð frá upphafi til enda og ef fólk er ekki tilbúið að praktísera það sem það predikar.

Það var nú bara það sem ég meinti ...

Helgi Már Barðason, 23.7.2008 kl. 09:11

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 14:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband