31.7.2008 | 20:06
Spáð íðessu
Ég veit aldrei hvort ég á að hlæja eða gráta þegar ég heyri fólk spá í einhverju. Er þetta áhrifsbreyting frá "velta einhverju fyrir sér" eða "pæla í einhverju"? Jafnvel fólk, sem komið er til vits og ára, spáir í hinu og þessu.
Mér leiðist að vera leiðinlegur en verð að segja að þetta finnst mér alveg hreint einstaklega leiðinlegt. Ég er alinn upp við að spá í eitthvað og hitt og þetta og enn hef ég, sem betur fer, ekki heyrt talað um spákonur sem spá í bollanum eða spilunum.
Lýsi hér með eftir fólki sem er til í að spá í þolfall með mér.
Athugasemdir
Æi mikið er ég sammála. Verst þegar fullorðnir eru með svona ambögur. Góða verslunarmannahelgi.
Hólmdís Hjartardóttir, 1.8.2008 kl. 01:44
Sko Helgi ...það borgar sig ekki að vera of góður í íslensku...þá fer meira eða minna allt í taugarnar á manni.
kv.
Lói
Eyjólfur Sturlaugsson, 1.8.2008 kl. 23:12
"Spáðu í mér, þá mun ég spá í þér."
Helgi Már Barðason, 2.8.2008 kl. 23:52