Gamalt hatur á gömlum belg

Enn virðist sem Illugi Jökulsson nærist á gömlu og úldnu hatri í garð Davíðs Oddssonar. Það er fyrir löngu orðið sorglegt að lesa pistlana hans. Hér áður fyrr var piltur oft beinskeyttur og ýfði fjaðrir og stráði jafnvel salti í sár, en sá tími er löngu liðinni. Menn geta haft ýmsar skoðanir á Davíð og öðrum stjórnmálamönnum og rætt þær á opinberum vettvangi, en það er því miður ekkert í þessum pistlum Illuga lengur nema einhver sjúkleg fæð. Og engu breytir þótt Davíð hafi fyrir löngu skipt um starf.

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef í áranna rás ekki verið yfir mig hrifinn af manninum sem nú situr á Bessastöðum og að ég held alveg vatni yfir vitleysisganginum í konunni hans. En ég ætti ekki annað eftir en láta þann dulitla kala sem ég ber til fjármálaráðherrans fyrrverandi - síðan hann gekk á bak orða sinna og ógilti eigin samninga við háskólamenn si svona - stjórna lífi mínu.

Ég vona að aðdáun mín á merkisfólki eins og Laufeyju Jakobsdóttur, Pétri Sigurgeirssyni og öllu því góða fólki sem vinnur að friði og kærleika og kærir sig ekki um athygli fyrir störf sín að mannúðarmálum verði fremur til þess að stýra lífi mínu og gjörðum en gamalt óþol eða ofnæmi fyrir einstökum stjórnmálamönnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Davíð er ekki yfir gagnrýni hafinn fremur en aðrir, síður en svo, og það held ég að komi nokkuð skýrt fram í þessu pári mínu. Ég er ekki meðal hans heitustu aðdáenda en ekki fjandmaður hans heldur. Mér leiðist hins vegar þegar gagnrýnendur hjakka linnulaust í sama farinu, ár eftir ár og áratug eftir áratug. Þá finnst mér gagnrýnin orðin að þráhyggju.

Helgi Már Barðason, 16.9.2008 kl. 09:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband