Æsispennandi kvöld í vændum

Hugmyndaauðgi manna hjá ríkissjónvarpinu eru engin takmörk sett.

Í kvöld hefur göngu sína "nýr" þáttur sem ber hið frumlega heiti "Gott kvöld". Umsjónarmaður er Ragnhildur Steinunn (til hvers að fá nýtt fólk þegar hægt er að nota starfsmenn sem hafa gert þetta mörgþúsund sinnum?) og fyrsti gesturinn er álíka frumlegur og heitið: Bubbi Morthens.

Ég held vart vatni af spenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já þetta er afar frjótt

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

En svo reydist þetta vera skratti velheppnað hjá henni Ragnhildi.  Miklu skemmtilegra en ég átti von á.

kv.

es

Eyjólfur Sturlaugsson, 6.10.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Nei, Bjarni, það er bara svo oft búið að bjóða okkur upp á sama þáttinn og sömu tónlistarmennina. Gamalt vín á gömlum belgjum, illa dulbúnum.

Var ekki eins hrifinn af þættinum og þú, Lói. Þunnur þrettándi, líkt og margir textar Bubba.

Helgi Már Barðason, 7.10.2008 kl. 14:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband