18.10.2008 | 17:19
Gott að fólk skuli vera úti í góða veðrinu
Mikið er nú fallegt af þessu góða fólki að sjá erlendu fjölmiðlunum fyrir ekkifréttum og styrkja þannig ímynd Íslendinga út á við á erfiðum tímum.
Hvað er þetta nú aftur kallað? Já, að skemmta skrattanum. Alveg rétt.
Ég er ekki viss um að ég endurheimti spariféð mitt þótt seðlabankastjórinn segi af sér.
Bakarinn er eflaust ekki gallalaus en væri ekki upplagt að menn einbeittu sér frekar að því að taka í lurginn á smiðnum? Svona við tækifæri, þegar um hægist og öll kurl verða komin til grafar?
Mótmæla Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Smiðurinn? Það er Jón Baldvin - og hans kumpánar sem keyrðu okkur inn á evrópska efnahagssvæðið með þeim reglum sem þar blíva og allir sjá nú að eru vondar. Davíð hefur hins vegar í nokkur ár varað við þessari þróun í ræðu og riti (t.d. á ársfundum bankans) á meðan aðrir hafa sungið söngva útrásarvíkingum til dýrðar. Kratarnir heimtuðu að þjóðin yrði skuldsett fyrir tífaldri þjóðarframleiðslu til þess að útrásarvíkingarnir hefðu öryggissjóð. Þeim datt ekki í hug að fara fram á að bankarnir myndu aðlaga sig greiðslugetu þjóðarinnar og íslenska ríkisins. Nú súpa menn þann beiska vökva af því að hafa ekki farið í tíma að ráðum Davíðs
Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:43