21.11.2008 | 21:41
Hvenær fara kettir að snæða?
Mér skilst að Whiskas kattamatur sé nokkuð sem kettir sækja mjög í að fá að borða ... ég gat að minnsta kosti ekki betur heyrt í sjónvarpsauglýsingu áðan. Hvenær skyldu kettir hafa hætt að éta og farið að borða? Og sitja þá væntanlega eins og sannir aristókettir vopnaðir hníf og gaffli og jafnvel með smekk framan á sér?
Skepnurnar eru sem sagt farnar að borða - vonum seinna. Líklega er tímaspursmál hvenær ferfætlingarnir byrja að snæða, hafa hægðir og kasta af sér vatni í stað þess að éta, skíta og míga eins og þeir gerðu í mínu ungdæmi.
Athugasemdir
Reyndar hef ég séð ketti og smáhunda sitja uppi á borðum og "borða" með heimilisfólkinu af sínum plöttum með heimilisfólkinu sama mat og það. Svo kannski er eitthvað til í þessu eftir allt...spurning :)
Selfosskveðja
Lói
Eyjólfur Sturlaugsson, 23.11.2008 kl. 21:22