Mér finnst ...

... þjófnaður vera þjófnaður. Sem sagt refsivert athæfi. Líka þegar myndefni er stolið og það birt opinberlega. Þjófur getur aldrei orðið hetja. Jú, kannski Hrói höttur, en hann er löngu dáinn og myndefnisþjófar Íslands í dag eru af allt öðru sauðahúsi.

... fundarstjórar eiga að sýna fundarmönnum, ekki síst þeim sem sitja fyrir svörum, almenna kurteisi. Það á ekki að tala niður til fólks - jafnvel þótt sumir þeirra, sem sitja fyrir svörum, hafi gert sig seka um slíkt í áranna rás. Það á hvorki að sýna fólki dónaskap né hroka - það heitir að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað.

... fjölmiðlar verða að hætta að sulla í neikvæðinni. Þeir eru komnir á einhvers konar fyllerí og við erum í bullandi neyslu með þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi

Ég er sammála öllum þremur liðum bloggfærslunnar.

Steini Gunnars (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hjartanlega sammála þessum hugleiðingum þínum :)

Hólmgeir Karlsson, 28.11.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Það vill nú svo skemmtilega til, Bjarni, að ég sagði upp Mogganum um daginn.

Helgi Már Barðason, 30.11.2008 kl. 22:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband