Vornótt

Ja, úrslitin í Söngvakeppninni voru sannarlega ekki eins fyrirsjáanleg og síðast. Það var reyndar nokkuð víst að Ingó kæmist áfram, enda ungur, myndarlegur og þekktur, en sveitungi minn, Hallgrímur Óskarsson hefur oft samið betri lög. Danir hafa margoft notað þessa formúlu og hún hefur ekki skilað þeim árangri. Ég efast um að við fengjum mörg atkvæði út á Regnbogann, því miður.

Lagið Vornótt gæti á hinn bóginn aflað okkur býsna margra atkvæða ef menn gæta þess að eyðileggja það ekki með einhverjum vanhugsuðum breytingum. Sakleysisyfirbragð söngkonunnar, einföld hárgreiðslan, skartleysið og doppótti kjóllinn minna á Dönu hina írsku og fleiri vinsæla þátttakendur frá fyrri tíð og ég er sannfærður um að svona einfaldleiki, sakleysi og fegurð falla vel í kramið hjá mörgum. Áhorfendur í sjónvarpssal voru greinilega hæstánægðir með að lagið skyldi komast áfram - enda er það afskaplega íslenskt á margan hátt og óskandi að þeir sem enn halda að alþjóðlegur glamúr og umbúðir utan um ekki neitt séu lykillinn að velgengni í Evróvisjón fari nú að sjá ljósið ... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband