14.2.2009 | 23:24
Það var og
Jæja, þá er ljóst hvaða lag fer til Rússíá í söngvakeppnina. Ég tek undir það að vart er hægt að hugsa sér glæsilegri fulltrúa en Jóhönnu Guðrúnu. Gullfalleg stúlka með afburða söngrödd.
Hins vegar finnst mér lagið frekar óspennandi. Það er eins og ég hafi heyrt það þúsund sinnum áður í mismunandi útgáfum - gott ef Celine Dion hefur ekki flutt nokkrar útgáfur af því.
Svo er spurning hvort vegur þyngra þegar á hólminn er komið, söngkonan eða tónsmíðin. Eða skiptir umgjörðin e.t.v. mestu?