15.4.2009 | 08:40
Skilningsleysi mitt er algert
Af hverju fara þeir, sem telja sig þess umkomna að ásaka pétur og pál um mútuþægni, ekki til lögreglunnar og tjá henni grunsemdir sínar í stað þess að þvaðra um þetta í fjölmiðlum? Mútuþægni er lögbrot. Ef grunsemdir vakna um slíkt á að tilkynna það lögreglunni.
Af hverju líðst þessu fólki að vaða um með ásakanir á hina og þessa? Hvers vegna virðist fólki með ákveðnar pólitískar tilhneigingar fyrirgefast hvað eftir annað að sverta mannorð fólks miskunnarlaust með alls konar tilhæfulausum fullyrðingum og mykjuvarpi í fjölmiðlum? Er fólk allt í einu sekt uns sakleysi þeirra er sannað? Ég hélt það ætti að vera á hinn veginn ...
Svo mega borgarar, sem ekki deila skoðunum þessara lýðskrumara, varla opna munninn án þess að vera ásakaðir um lygar og svik, svo vægt sé til orða tekið.
Já, það er margt sem ég ekki skil.
Þar á ofan var ráðherra í ríkisstjórninni að lýsa því yfir að hann vildi lækka laun opinberra starfsmanna og jafnframt hækka skatta. Undir þetta tók víst þingmaður hins ríkisstjórnarflokksins.
Voru það opinberir starfsmenn og aðrir launamenn sem ollu kreppunni? Eiga þeir að bera byrðarnar?
Guð sé oss næstur.