Skilningur minn fer þverrandi

Í Fréttablaðinu í dag var býsna skemmtileg samantekt á stefnumálum flokkanna fyrir kosningarnar, sett fram í formi spurninga sem formenn flokkanna svöruðu.

Eftir að hafa skoðað svör formannanna lauslega fæ ég ekki séð hvernig Samfylkingin og Vinstri grænt ætla að vinna saman í ríkisstjórn eftir kosningar.

Hvernig er hægt að finna málamiðlun í málum á borð við gjaldmiðilsskipti og Evrópusambandið? Himinn og haf skilja að flokkana tvo í þessum efnum.

Ég tók sérstaklega eftir svörum formanna þessara flokka varðandi álverið á Bakka við Húsavík. Þau svör gefa Þingeyingum og Eyfirðingum ekki tilefni til bjartsýni.

Er ef til vill unnið að undirbúningi annars konar ríkisstjórnarsamstarfs á bak við tjöldin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að bjarga Samfylkingunni og VG frá Evrópubandalagsmálinu. Nú er bara að keyra áfram alvöru félagshyggjustjórn næsta kjörtímabil. Þ.e.a.s. ef Samfylkingin velur ekki að kljúfa félagshyggjusamstöðuna með því að krefjast þingrofs og kosninga eftir 2 ár? 

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.4.2009 kl. 20:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband