Enn þverr skilningurinn

Ég skil ekki hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn ætti að þurfa að afneita einhverjum blaðaauglýsingum sem birst hafa að undanförnu.

Halda menn virkilega að enginn kvíði vinstri stjórn nema flokksbundnir sjálfstæðismenn? Ég þekki marga framsóknarmenn sem hrýs hugur við því að hér komist til valda samstjórn Vinstri græns og Samfylkingar. Af hverju berast böndin ekki að þeim - til dæmis? Eða öðrum stjórnmálaöflum sem eru lítt hrifin af þessu samkrulli?

Það er með ólíkindum að sæmilega skýrir menn skuli láta svona út úr sér í öllu athyglisbröltinu án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut fyrir sér.

Ég þekki meira að segja allmarga jafnaðarmenn sem ekki vilja samstarf við Vinstri grænt. Meðan leiðtoga þeirra tekst að halda sundurleitri hjörðinni saman á persónufylgi þegja þeir þunnu hljóði en einn góðan veðurdag heyrist áreiðanlega í þeim, ef ég þekki þá rétt.

Þangað til ættu menn að þegja, finnst mér, um það sem þeir vita ekkert um. En ég skil ekki pólitík svo að ég geri ráð fyrir að maður þessi muni áfram reyna að ná athygli á annarra kostnað með því að tjá sig fjálglega um hin aðskiljanlegustu mál. Svona eins og bankamálaráðherrann okkar fyrrverandi, sem Íslendingar eru nú í þann veginn að kjósa yfir sig aftur eftir allt sem á undan er gengið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband