Mikið ...

... hafði ég gaman af bíómyndinni um furðufuglinn Hallam Foe, sem Sjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið. Þetta var ein af þessum myndum þar sem manni er komið á óvart hvað eftir annað og það var unun að fylgjast með stórleikaranum unga, Jamie Bell ("Billy Elliot"), í aðalhlutverkinu.

... hef ég gaman af að horfa og hlusta á einn eftirlætisstjórnmálamanninn minn færa rök fyrir sínu máli og þúsunda annarra þessa dagana. Þessi stjórnmálamaður er Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra. Stórglæsileg kona, prúðmennskan uppmáluð og rökföst og sannfærandi eins og fyrri daginn.

... hafði ég gaman af viðtali við Sverri Hermannsson um helgina. Ekkert skítkast. Bara málefnalegt spjall. Enginn æsingur. Viðurkenndi að hafa skipt um skoðun í veigamiklum málaflokki og skammaðist sín ekkert fyrir það. Svona eiga bændur að vera.

... hef ég gaman af hrútnum Hreini og félögum. Alveg hreint dásamlegur selskapur. Það er ekki til betra lyf við vondu skapi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband