23.4.2009 | 15:16
Hamingjuóskir
Ekki efa ég að Hjörleifur Sveinbjörnsson er vel að þessum verðlaunum kominn. Til hamingju, Hjörleifur.
En hverjir tilnefndu? Mér vitanlega hefur hvergi komið fram hverjir tilnefndu þá þýðendur eða þær þýðingar sem dómnefndin gat svo valið úr.
Ég er starfandi þýðandi - er í Rithöfundasambandinu og í Bandalagi þýðenda og túlka og greiði félagsgjöld eins og mér ber - en átti þess ekki kost að tilnefna þýðanda/þýðingu.
Og fyrst það voru ekki þýðendur, sem tilnefndu til íslensku þýðingarverðlaunanna, hverjir voru það þá?
Og hverjir völdu þá?
Hverjir völdu svo dómnefndina og hvernig?
Gaman væri að fá vitneskju um þetta við tækifæri frá þeim sem hlut eiga að máli.
Hjörleifur fékk íslensku þýðingarverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Getur verið að það séu bókagagnrínendur ?
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2009 kl. 16:05