Leyningshólar

Ég brá mér með fjölskyldunni inn í Leyningshóla í gær. Leyningshólar er friðað skóglendi innarlega í Eyjafirði, skammt frá Hólavatni og innstu bæjum í byggð. Ég hafði ekki komið þangað í mörg ár og átti von á að ýmislegt hefði breyst en svo var ekki. Því miður.

Nokkrum borðum og bekkjum hefur verið hróflað upp fyrir gesti og þarna er dósakúla, en þar með eru þægindin upp talin. Vegurinn er enn vondur - á kafla vart fólksbílafær - og hvorki er salerni né ruslatunna á öllu svæðinu. Ótrúleg staðreynd árið 2009.

Leyningshólar eru yndislegur staður og ég skil vel að þeir sem um þá sjá vilji takmarka umferð ferðamanna. En það er öfugsnúin umhyggja fyrir skóginum að bjóða hvorki upp á snyrtingu né ruslafötur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband