23.9.2009 | 08:12
Moggi
Ég skil ekki hvað það kemur öðrum við en eigendum, starfsmönnum og áskrifendum Morgunblaðsins hver verður ritstjóri þess.
Ég man ekki til þess að læti hafi orðið yfir því hver hafi verið ráðinn sjónvarpsstjóri Skjás eins eða Stöðvar 2 - og sú síðarnefnda verður a.m.k. seint sökuð um að ganga gegn hagsmunum eigenda sinna.
Ég keypti ekki Þjóðviljann á sínum tíma af því að mér líkaði ekki innihaldið. Og ef áskrifendum Moggans líkar ekki við ritstjórann eða stefnuna segja þeir blaðinu upp. Svo einfalt er það. Hinir eiga auðvitað að hafa hægt um sig þó að gróusögur um felmtur starfsmanna blaðsins og vonir þeirra um að verða sagt upp - hafið þið heyrt það betra? - séu vissulega skemmtilegar.