Grjótkast úr glerhúsi

Mig minnir að Samfylkingin hafi verið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um nokkurt skeið núna nýlega þó að forsætisráðherrann sé greinilega búinn að gleyma því.

Lýst er eftir ábyrgð Samfylkingarinnar á því "hvernig fyrir þjóðinni er komið". Og hver á að axla hana? Voru ekki Jóhanna Sigurðardóttir og félagar í ríkisstjórn?

Af hverju firrir þessi flokkur sig allri ábyrgð á ástandinu? Hvað ætlum við lengi að láta hann komast upp með það?

Hvað hefur Samfylkingin hingað til "lagt til uppbyggingar efnahagskerfisins"?

Icesave-samninginn?

Hvers vegna lögðu Jóhanna Sigurðardóttir og félagar ekki áherslu á að breyta skattkerfinu þegar þau sátu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum fyrir tiltölulega skömmu síðan?

Var skattkerfið virkilega svona óréttlátt og brjálæðislegt? Er það ekki rétt munað hjá mér að hinir svokölluðu aðilar vinnumarkaðarins hafi á sínum tíma komið að einhverju leyti að gerð þess?

Sætta þessir aðilar sig við að Steingrímur Jóhann finni þessu skattkerfi allt til foráttu og bendli það við frjálshyggju? Ekki man ég til þess að ASÍ hafi verið orðað við frjálshyggjuna fyrr. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Steingrímur Jóhann fer með lýðskrum og fleipur - öll erum við löngu orðin vön því - en það er vont ef þessari þvælu er almennt trúað.

Mörgum finnst nýja skattkerfið brjálæðislegt í samanburði við það gamla. Og ekki eru það allt saman framsóknar- og sjálfstæðismenn.

Hvers vegna er það bót á skattkerfinu og liður í "uppbyggingu efnahagskerfisins" að spilla því ágæta staðgreiðslukerfi sem hér hefur verið við lýði í rúmlega tuttugu ár?

Spyr sá sem ekki veit.

Hitt veit ég að heldur vildi ég nýja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en þessi ósköp sem nú eru við völd.

 


mbl.is Gagnrýnir stjórnarandstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband