Gleypa hráar, ekki gleyma

Í síðustu færslu ætlaði ég að segja "gleypa hráar," ekki "gleyma hráar" - sem væri reyndar stundum betra!


Tilhæfulausar ásakanir

Hvað veldur því að fólk sakar aðra um óhæfuverk sem þeir eru fullkomlega saklausir af en liggja e.t.v. vel við höggi af ýmsum ástæðum og henta vel sem blórabögglar? Verknað sem þeir hafa jafnvel ekki haft nein tök á því að fremja? Liggur athyglisþörf að baki? Geðrænir kvillar? Siðblinda? Þrýstingur frá óvinveittu fólki? Og hvers vegna eru sumir sálfræðingar og jafnvel geðlæknar svo auðtrúa og einfaldir að þeir gleyma frásagnir þessa fólks hráar? Tilhæfulausum ásökunum er erfitt að verjast fyrr en kæra hefur verið lögð fram og jafnvel þá reynist mönnum erfitt að hrekja fullyrðingarnar. Aðferð heigulsins er að láta gróusögurnar ganga án þess að leggja fram kæru. Því miður er hún alltof oft notuð. Hvers vegna í ósköpunum gerir fólk þvílíkt og annað eins? Hvaða hvatir liggja að baki? Spyr sá sem ekki veit.


Kjánar tvist og bast

Vonandi sér Þórður Snær sóma sinn í því að draga framboð sitt til baka. Maðurinn hefur of margt á samviskunni til að eiga erindi á þing Íslendinga. En svo er auðvitað ekkert víst að hann hafi neinn sóma.

Og smjatt fjölmiðla yfir ekkifréttinni um son Jóns Gunnarssonar og samskipti hans við fyrrverandi skósveina ísrahelsku leyniþjónustunnar er grátbroslegt. Jón er ekki sakborningurinn í því máli, heldur útlendu skítbuxarnir.

Auk þess legg ég til að Ísrahel verði lagt í eyði. Önnur lausn er varla fyrir hendi.


Grim

Hver er tilbúinn að bjóða mér stórfé fyrir að lesa bók eftir Hallgrím Helgason?

 


ESB?

Nú stefnir í að háskatrúðurinn Trump verði kosinn forseti Bandaríkjanna í annað sinn.

En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Kannski fær fáránleg stefna hans Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið.

Vonandi.

Auk þess legg ég til að Ísrahel verði lagt í eyði.

 

 


Hneisa

Hvernig í ósköpunum stóð á því að Ólafur Ragnar varð forseti Íslands? Ekki bara einu sinni, heldur fimm sinnum?

Voru virkilega engir skárri kostir í boði?

Mannleysan var forseti í tuttugu ár. Allan þann tíma var Vigdís Finnbogadóttir minn forseti. Nú eru betri tímar. Guðni var ágætur og mér líst vel á Höllu.

Guð láti gott á vita.

 


Kona kaupir bíl

Kona nokkur keypti sér bíl. Hún og maður hennar fengu afslátt, enda traustir viðskiptavinir. Forstjóri bílaumboðsins er gamall kunningi þeirra. Mynd var birt af hjónunum og bílnum eins og títt er. Konan og forstjórinn hafa bæði gert ágæta grein fyrir málinu í heild.

En siðprúða fólkið, sem má ekki vamm sitt vita, fer á límingunum. Trúlega las það ekkert nema fyrirsagnir til að byrja með, en eins og við vitum er það nóg fyrir flesta Íslendinga til að mynda sér skoðun. Og henni verður vitanlega ekki breytt.

Stundum skammast ég mín fyrir þjóð mína.


Gólan

Ekki yrði ég hissa þótt Ísraelsmenn hefðu sjálfir staðið á bak við árásina á múslimabæinn í Gólanhæðum til að reyna að klína sök á skæruliða og draga athygli heimsins frá voðaverkum sínum á Gaza.

Eins og við vitum er líf múslima einskis virði í þeirra augum.


Menn?

Orðið "maður" á í vök að verjast, eins og ýmsir hafa bent á. RUV gengur á undan með slæmu fordæmi.

Sumir, t.d. nýi biskupinn, virðast nota "manneskja" í staðinn fyrir manninn.

Af hverju er kvenkynsorðið manneskja skárra en karlkynsorðið maður? Spyr sá sem ekki veit. Eru einhverjir öfgafemínistar á kreiki?

Vonandi grípa einhverjir í taumana.


Jamm og já

Ég er enginn sérstakur aðdáandi Bjarna Ben og hef ekki kosið flokk hans lengi. En aulaleg þykir mér herferðin gegn honum. Flokkurinn fékk allgott fylgi í síðustu kosningum og maðurinn hefur því umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. Skoðanakannanir skipta engu. Þannig er það bara, hvort sem fólki líkar betur eða verr.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband