Hræsni Þjóðverja og fleiri

Engan skyldi undra þótt þýska stjórnin taki eindregna afstöðu með Satanjahú og Ísrahel gegn Palestínumönnum.

Þjóðverjar hafa löngum haft yndi af þjóðarmorðum. Þeir stunduðu þau í Namibíu fyrir 120 árum og aftur í seinni heimsstyrjöldinni. Útrýming er heillandi í þeirra augum.

Bretar og Bandaríkjamenn styðja Ísrahel líka. Er það skrýtið? Bretar eru enn fúlir yfir því að vera ekki lengur heimsveldi og geta ekki lengur kúgað "óæðri" þjóðir til hlýðni. Hvítir menn frömdu þjóðarmorð á frumbyggjum Norður-Ameríku og skikkuðu þá sem eftir lifðu til að hírast á hrjóstrugum "verndarsvæðum".

Hver getur tekið mark á friðarkjaftæði svona fólks?

Palestína lifi.

 


Afi

Nú er ég orðinn afi. Mikið verður gaman að fá barn í fangið sem hægt er að spilla og skila svo til foreldranna þegar eitthvað fer úrskeiðis ;) Já, það verður gaman í afahlutverkinu!


Gamalt smástirni kvakar

Ísrahelskt smástirni sem enginn man eftir hefur kveðið upp stóradóm yfir Islendingum og sagt þeim að fara norður og niður. Þvílíkur tussusnúður. Megi þeir Benjamín Netanhitler brenna í víti. Og hananú.


Nú er það svart

Ekki blæs byrlega þessa dagana fyrir uppáhaldslækni allra landsmanna, honum Barka-Tómasi. Hann ætti kannski að halda sig til hlés á næstunni. Þó efast ég einhvern veginn um að hann hafi vit á því.


Gyðingar góðir, arabar vondir

Ætlar virkilega enginn að gera athugasemdir við höft Þjóðverja á tjáningar- og skoðanafrelsi?


Styrkur?

Hvað skyldi DV fá háa styrki frá fólki tengdu ónefndu stríðsglæpaveldi til að segja af því jákvæðar fréttir og sverta andstæðinginn?


Þýskarar í vanda

Þýsk stjórnvöld taka einarða afstöðu með Ísrahel í innrásinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar í landi eru allir fundir til stuðnings Palestínumönnum bannaðir og öll mótmæli gegn áratugalangri og gegndarlausri aðskilnaðar- og útrýmingarstefnu Ísrahelsmanna sömuleiðis. Fólk má ekki einu sinni veifa palestínska fánanum. Hins vegar flagga margar opinberar byggingar ísrahelska fánanum, m.a. ráðhúsið í Köln.

Sektarkennd Þjóðverja eftir viðbjóðslegt framferðið í seinni heimsstyrjöldinni ætlar seint að dvína, enda þótt unga fólkið sé orðið áberandi þreytt á henni. Í augum margra ungmenna er þetta löngu liðin tíð. Fortíð sem ekki er hægt að breyta. En fortíð sem á hvorki að ráða líðandi stund né framtíðinni. Og ekki má gleyma því að gyðingar voru ekki þeir einu sem þjáðust á valdatíma nasista. Langt í frá.

Óskaplega er ég hræddur um að Þjóðverjar séu að kúka í buxurnar með þessu og að vopnin muni snúast í höndum þeirra (m.a. þau sem þeir keyptu nýverið frá Ísrahel). Í landinu býr gríðarlegur fjöldi múslima. Þeir eru án efa margfalt fleiri en gyðingarnir og margir þeirra eru mjög reiðir þessa dagana.

Ísrahel hefur lengi lagt áherslu á að óvild gagnvart framferði stjórnvalda þar sé það sama og gyðingahatur, eins vitlaust og það nú er. Þetta bull er bersýnilega að skila árangri. Í Þýskalandi má nefnilega hvorki halla orði á Ísrahelsmenn né aðra gyðinga.

Og svo botnar fólk ekkert í vaxandi gyðingaandúð í heiminum? 


Ísl-enska

Því miður fara sumir þá leið að svipta sig lífi. Þeir fyrirfara sér. Stytta sér aldur. Ráða sér bana. Drepa sig. Fremja sjálfsvíg eða sjálfsmorð. En þeir taka ekki (sitt) eigið líf. Það gera bara enskumælandi menn og konur.


Upp rísi þjóðlið

Palestínska þjóðin á samúð mína alla.

Augu heimsins þurfa að opnast. 


Góða fólkið í Þýskalandi

Blessað góða fólkið í ríkisstjórn Þýskalands, þjakað af samviskubiti, sektarkennd og skömm vegna þess sem gerðist í því landi fyrir 80 árum (löngu áður en góða fólkið fæddist), reynir nú að lina sársauka sinn með því að kaupa þungavopn frá aðskilnaðarríkinu "Ísrael". Manni getur nú blöskrað. Á tímabili í vetur var ekki hægt að fá kartöflur í Norðurrín-Vestfalíu nema frá "Ísrael". Kartöflur? Whatever will they think of next? Ég lét mér að sjálfsögðu nægja hrísgrjón á meðan þetta gekk yfir.

Ég vona að þýska stjórnin hafi nú friðað samviskuna, þótt ég efist um að ríkisstjórn "Ísraels" með glæpamanninn Netanjahú í fylkingarbrjósti muni nokkurn tíma gefa henni frið til þess.

Og svo botna menn ekkert í uppgangi róttæklinga á hægri vænngnum í þessu landi!

Í matarboði nokkru um daginn barst talið að hinum ýmsu löndum í heiminum og ég var m.a. spurður að því hvaða lönd ég vildi síst heimsækja. Þegar ég nefndi Sádí-Arabíu kinkaði fólk kolli. Þegar ég nefndi "Ísrael" sló þögn á mannskapinn. Var þó enginn viðstaddra gyðingatrúar, svo ég viti.

Ég hef ekkert á móti gyðingum, en hef hins vegar andstyggð á ofbeldi og mikilmennskubrjálæði. Nú bíð ég samt spenntur eftir því að þýska pólitíið ryðjist inn hjá mér og handtaki mig fyrir "gyðingahatur". Slík er vitleysan hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband