Hörundsár Netanjahú

Hinn einkar blíðlyndi, víðsýni og þolinmóði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og besti vinur Bandaríkjaforseta, er dálítið hörundsár um þessar mundir (eins og stundum áður). Ósköp geta menn orðið sárir þó að áhrifalítið ríki á borð við Paragvæ vilji hafa sendiráð sitt annars staðar en í borg sem þjóðir heims viðurkenna ekki sem höfuðborg Ísraels.

Helgi Már Barðason vonar að karl sjái að sér innan tíðar og skrái sig jafnvel á námskeið þar sem fólk lærir að hemja skap sitt.


Í röngum rekstri?

Kristján Loftsson er maður fylginn sér og skeytir ekki um almenningsálitið, ólíkt flestum Íslendingum.

Væri ekki tilvalið að reyna að fá hann til að veiða einhverja skaðvalda, fremur en hvali sem skila litlu í þjóðarbúið en skaða ferðaþjónustuna og orðspor Íslendinga meðal annarra hræsnara heimsins?

Mér dettur í hug að Kristján væri tilvalinn náungi til að stemma stigu við spánarsnigli, skógarkerfli, lúsmýi, veggjalús, geitungum og öðrum fyrirbærum sem eru okkur almennt til óþurftar og gera lítið gagn.

Hann gæti kannski fækkað faríseunum í leiðinni.


Ekki í vandræðum?

"Svíar ekki í vandræðum með Suður-Kóreumenn." Eitthvað á þessa leið hljómaði fyrirsögn eins netmiðilsins eftir knattspyrnuleik þjóðanna á HM.

Sigruðu Svíar ekki með einu marki gegn engu? Var ekki markið skorað úr vítaspyrnu?

Helgi Már Barðason veit ekki mikið um fótbolta, hvað þá hvar Suður-Kóreumenn eru á heimslistanum, en eitt-núll sigur úr víti þýðir í hans huga rúmlega bullandi vandræði - og hundaheppni.


Das war und (Það var og)

Þannig fóru nú kosningarnar. Jamm og já. Helgi Már Barðason óskar sigurvegurunum til hamingju, hverjir sem þeir eru.


Hvítasunna

Helgi Már Barðason óskar ykkur gleðilegrar hvítasunnu og góðrar helgar.


Jæja

Um hvað á Helgi Már Barðason svo að skrifa í dag?


Yndi vorsins undu

Helgi Már Barðason nýtur vorsins. Vonandi gerið þið það líka.


Zumar

Helgi Már Barðason óskar öllum jákvæðum, fordómalitlum og víðsýnum Íslendingum gleðilsgs sumars.


Gleðilega páska

Helgi Már Barðason biður ykkur næðis að njóta.


Bílabærinn

Helgi Már Barðason trúir því varla enn að til skuli vera fólk sem er á móti bættum almenningssamgöngum í Reykjavík, segir þær sóun á almannafé og vill veg bílsins sem mestan. Hefur þetta fólk aldrei komið til Bretlands eða meginlands Evrópu?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband