Færsluflokkur: Bloggar

Að hafa menn fyrir rangri sök

Er hægt að leggjast lægra en að ljúga upp á mann sem stendur illa að vígi vegna fyrri synda? Að sparka í liggjandi mann?

Af óþekktum ástæðum hefur maður nokkur ákveðið að halda því fram gagnvart fjölskyldu sinni og vinum að ég hafi brotið gegn honum þegar hann var unglingur.

Síðan eru liðin a.m.k. 13 ár.

Ekki þorir hann að kæra brotið, enda veit hann eflaust að ég myndi samstundis kæra hann fyrir rangar sakargiftir. Við slíku liggur þung refsing, allt að tíu ára fangelsi.

Því miður hef ég margt á samviskunni, en nálægt þessum pilti hef ég aldrei komið.

Hvað gengur honum til?

Ég get ekki ályktað annað en að maðurinn, sem nú er 27 ára gamall, eigi við andlega erfiðleika að stríða. Og af einhverjum ástæðum kennir hann mér um þá.

En ég er saklaus. Og það kæmi í ljós ef málið yrði nokkurn tíma rannsakað. Þess vegna hefur hann líklega ekki kært það.

Eftir stendur að ég, gamall brotamaður, get illa borið hönd fyrir höfuð mér vegna gamalla brota, sem ég var á sínum tíma dæmdur fyrir.

Ég get fátt annað en vonað að pilturinn geri annað tveggja, að kæra mig svo að ég geti hrakið staðhæfingar hans og sýnt fram á að hann sé að ljúga eða að falla frá þessum staðhæfingum, biðja mig afsökunar og játa fyrir fjölskyldunni og vinunum að hann hafi logið öllu sem hann hélt fram.

Gerir hann annað hvort? Það efa ég. Ég er nefnilega hentugur blóraböggull og sökudólgur fyrir þau veikindi og þá erfiðleika sem móðir hans segir hann hafa mátt þola síðan hann var drengur. Og vitaskuld trúa foreldrarnir honum eins og nýju neti. Annarra manna börn ljúga ýmsu. En okkar börn? Aldrei!

Biddu mig afsökunar, ungi maður. Þá læt ég þetta mál niður falla. Megi Guð fyrirgefa þér.

 


Jamm

Best er heilum vagni heim að aka.


Sumarkveðja

Gleðilegt sumar, góðir Íslendingar. Og aðrir Íslendingar.


Ekki eru ætíð jól

Og best er heilum vagni heim að aka.


Gleypa hráar, ekki gleyma

Í síðustu færslu ætlaði ég að segja "gleypa hráar," ekki "gleyma hráar" - sem væri reyndar stundum betra!


Tilhæfulausar ásakanir

Hvað veldur því að fólk sakar aðra um óhæfuverk sem þeir eru fullkomlega saklausir af en liggja e.t.v. vel við höggi af ýmsum ástæðum og henta vel sem blórabögglar? Verknað sem þeir hafa jafnvel ekki haft nein tök á því að fremja? Liggur athyglisþörf að baki? Geðrænir kvillar? Siðblinda? Þrýstingur frá óvinveittu fólki? Og hvers vegna eru sumir sálfræðingar og jafnvel geðlæknar svo auðtrúa og einfaldir að þeir gleyma frásagnir þessa fólks hráar? Tilhæfulausum ásökunum er erfitt að verjast fyrr en kæra hefur verið lögð fram og jafnvel þá reynist mönnum erfitt að hrekja fullyrðingarnar. Aðferð heigulsins er að láta gróusögurnar ganga án þess að leggja fram kæru. Því miður er hún alltof oft notuð. Hvers vegna í ósköpunum gerir fólk þvílíkt og annað eins? Hvaða hvatir liggja að baki? Spyr sá sem ekki veit.


Kjánar tvist og bast

Vonandi sér Þórður Snær sóma sinn í því að draga framboð sitt til baka. Maðurinn hefur of margt á samviskunni til að eiga erindi á þing Íslendinga. En svo er auðvitað ekkert víst að hann hafi neinn sóma.

Og smjatt fjölmiðla yfir ekkifréttinni um son Jóns Gunnarssonar og samskipti hans við fyrrverandi skósveina ísrahelsku leyniþjónustunnar er grátbroslegt. Jón er ekki sakborningurinn í því máli, heldur útlendu skítbuxarnir.

Auk þess legg ég til að Ísrahel verði lagt í eyði. Önnur lausn er varla fyrir hendi.


Grim

Hver er tilbúinn að bjóða mér stórfé fyrir að lesa bók eftir Hallgrím Helgason?

 


ESB?

Nú stefnir í að háskatrúðurinn Trump verði kosinn forseti Bandaríkjanna í annað sinn.

En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Kannski fær fáránleg stefna hans Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið.

Vonandi.

Auk þess legg ég til að Ísrahel verði lagt í eyði.

 

 


Hneisa

Hvernig í ósköpunum stóð á því að Ólafur Ragnar varð forseti Íslands? Ekki bara einu sinni, heldur fimm sinnum?

Voru virkilega engir skárri kostir í boði?

Mannleysan var forseti í tuttugu ár. Allan þann tíma var Vigdís Finnbogadóttir minn forseti. Nú eru betri tímar. Guðni var ágætur og mér líst vel á Höllu.

Guð láti gott á vita.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband