Færsluflokkur: Bloggar

Zumar

Helgi Már Barðason óskar öllum jákvæðum, fordómalitlum og víðsýnum Íslendingum gleðilsgs sumars.


Gleðilega páska

Helgi Már Barðason biður ykkur næðis að njóta.


Bílabærinn

Helgi Már Barðason trúir því varla enn að til skuli vera fólk sem er á móti bættum almenningssamgöngum í Reykjavík, segir þær sóun á almannafé og vill veg bílsins sem mestan. Hefur þetta fólk aldrei komið til Bretlands eða meginlands Evrópu?


Sörar

Sir Barry Gibb. Sir Ringo Starr.

Hljómar vel. Og þótt fyrr hefði verið.

Næst hlýtur Jeff Lynne að fá aðalstign. Annað væri hneisa.


Stuldur

Þú skalt ekki stela. Svo einfalt er það.


Lýðskrum og hvatvísi

Grein Láru Magnúsardóttur sagnfræðings um sögu úrræðisins uppreistar æru í Fréttablaðinu og á Vísi er allrar athygli verð. Sömuleiðis umfjöllun Arnars Þórs Jónssonar lögfræðings um lýðskrum, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hvatvísin og hugsunarleysið eru Íslendings eðlið og þingmenn þar ekki undanskildir, því miður. Til allrar hamingju er til fólk sem þorir að hafa sína skoðun og rökstyðja hana, þó að hún megi sín lítils þegar múgurinn þyrlar upp moldviðri og lætur svo ófriðlega að framkvæmda- og löggjafarvaldið sér sitt óvænna.

Hæst glymur í tómri tunnu.

Stórforstjórar og auðjöfrar, sem ollu mörgum Íslendingum miklu fjárhagstjóni á sínum tíma en eru nú landsins mestu besservisserar og hreykja sér hátt, eru hins vegar ekki góð skemmtun.

Sú tunna er býsna tómleg líka.


Málsháttur dagsins

Mörg er búmanns raunin.


Böl

Gamlar, ónákvæmar og jafnvel beinlínis rangar fréttir eru böl sem ekki virðist vera hægt að bæta, þökk sé límingu þeirra á veraldarvefinn þar sem þær standa í allri sinni vitleysu um ókomna framtíð.


Rok

Það má alltaf treysta því að þegar vindurinn er ekki að hrella Íslendinga þyrli þeir upp moldviðri með því að búa til storm í vatnsglasi. Hvenær ætlum við að hætta að lesa bara fyrirsagnirnar, hrópa upp yfir okkur af hneykslun (hvort sem við höfum efni á því eða ekki) og mynda okkur skoðun í hvelli, sem síðan stendur óhögguð hvað sem tautar og raular? Öll "umræða" í þessu kjánalandi er í formi upphrópana. Mikið erum við leiðinleg þjóð.


Kristófer frá Krossi

Helgi Már Barðason brá sér á tónleika með Christopher Cross í gærkvöldi og skemmti sér ljómandi vel.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband