16.3.2010 | 13:05
En Baugsmálið?
Ég er óttalega minnislaus og fljótur að gleyma. Það getur því vel verið að það sé misminni hjá mér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í ríkisstjórn þegar viðamikil rannsókn fór fram á meintum skattalagabrotum Baugs og tengdra fyrirtækja. Líklega er það einnig misminni að Jóhanna Sigurðardóttir hafi þá kvartað yfir kostnaðinum sem fór í rannsóknina.
Það er gott að þetta er misminni hjá mér og að Jóhanna er eftir allt saman öflugur frömuður í skattrannsóknarmálum.
Hundraða milljarða skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |