Frá hinu opinbera

Áhrifakona í íslensku samfélagi segir dapurlegt að réttarhöldin yfir nímenningunum séu einu réttarhöldin sem eitthvað kveði að eftir hrunið.

Mér finnst alveg einboðið að hún geri eitthvað í þessu máli. Hún var nú einu sinni áhrifakona þegar allt hrundi svo að það ættu að vera hæg heimatökin ... eins og Bretinn segir: Charity begins at home.

Ætli hún hafi ekkert áttað sig á því hvað þessi ummæli voru klaufaleg? Æ, skrumið lætur ekki að sér hæða.

Og svo ætlar kumpáni hennar, strákurinn á kassanum, að vinda ofan af leigu erlends fyrirtækis á nýtingarrétti á íslenskri auðlind. Jæja. Meistari lýðskrumsins lætur ekki að sér hæða. Það er nú gott að hann getur spillt fyrir atvinnulífi víðar en í sínu eigin kjördæmi. Hann verður a.m.k. seint sakaður um kjördæmapot, blessaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband