Kvikmyndir og kviknakiđ fólk

"Mjög mikiđ hallar á konur í íslenskum kvikmyndahúsum". Svo hljóđađi fyrirsögn í dagblađi.

Er ţađ nokkuđ skrýtiđ? Eru karlkyns kvikmyndagerđarmenn ekki margfalt fleiri en kvenkyns, sama hvert litiđ er?

Hitt hefđi komiđ mér miklu meira á óvart.

***

Jónas tók nektarmynd af sjálfum sér. Hann var meira ađ segja svo vitlaus ađ senda hana til hennar Jónínu, sem fór strax ađ klámhrella hann og birta myndina á netinu. Jónas hafđi nefnilega hafnađ ástleitni hennar.

Magnús tók mynd af sér berum ađ ofan. Hann sendi hana engum, en gleymdi ađ loka tölvunni sem hann var ađ nota. Jónína, sem settist viđ tölvuna á eftir Magnúsi, komst yfir myndina og sendi hana út um hvippinn og hvappinn. Jónínu var nefnilega illa viđ Magnús, samstarfsmann sinn, af ţví ađ hann var vinsćlli en hún.

Pétur hefur aldrei tekiđ nektarmynd af sjálfum sér og Jónína gćti ţví ekki gert honum slíka skráveifu ţótt hún vildi.

Ábyrgđin er Jónínu. Henni ber ađ refsa. En Jónas og Magnús hefđu auđvitađ átt ađ gćta sín. Ekki satt?

***

Gaman hef ég af ţví ađ margir láta eins og ađ allir ţeir, sem vilja brennivín í búđir, séu sjálfstćđismenn. Eru ekki flutningsmenn frumvarpsins úr fjórum flokkum?

***

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband