Garfunkel

Ég fór á tónleika með Art Garfunkel í kvöld. Hann er orðinn lúinn, blessaður karlinn, lotinn í herðum og röddin farin að gefa sig. Ég hafði reyndar heyrt að hann væri búinn að spilla í sér röddinni með stórreykingum. Hann söng mörg þekkt lög og talaði vel um sinn gamla félaga, Paul Simon.

Garfunkel tók nokkur lög með syni sínum, sem er 28 ára og heitir James Arthur (eða Arthur yngri). Þvílíkur söngvari. Hann er enn betri en karl faðir hans var - ef það er þá hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband