Kynvilla Ríkisútvarpsins

Er það hlutverk fréttamanna Ríkisútvarpsins að reyna að koma á nýrri málvenju? "Öll misstu heimili sín í skjálftanum og mörg eru slösuð". Öll/mörg hvað? Börn? Dýr?

Ég heyri enga nota þessi ósköp nema fréttamenn RUV. Þeir dagskrárgerðarmenn, sem ég hlusta á, gera þetta aldrei. Engan viðmælanda hef ég heyrt nota þetta orðfæri heldur.

Allir skilja hvað átt er við þegar sagt er að allir hafi misst heimili sín. Að halda að einhverjr skilji það þannig að eingöngu karlmenn hafi lent í þessu er móðgun við hlustendur.

Og af hverju er betra að tala um manneskju en mann? Manneskja er kvenkynsorð og þar með ekki vitund "hlutlausara" en orðið maður, nema síður sé.

Sumir fréttamenn gleyma sér reyndar stundum og á þeim hef ég miklar mætur.

Að svo mæltu legg ég til að elsti og þvoglumæltasti fréttaþulur sjónvarpsins fari nú loksins að hætta og hleypa að sér yngri mönnum (karlmönnum og/eða kvenmönnum). Enginn er ómissandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband