7.7.2007 | 13:59
Fogerty
Sit hér viđ vinnu mína og er ađ hlusta á níu ára gamla tónleikaplötu međ John Fogerty, sem ég hef ekki spilađ langalengi. Mikill asskodans snillingur er mađurinn! Á ćskuárunum, ţegar ađrir dásömuđu Bítlana og Stones, féll ég fyrir Creedence Clearwater Revival, Byrds og Animals. Spila ţessar plötur reglulega.
Finnbogi vinur minn var ađ leyfa mér ađ hlusta á nýjan disk međ alveg hreint forláta söngkonu. Frábćr rödd, mögnuđ lög, fínar útsetningar. Upp úr kafinu kom ađ hér var á ferđinni Candi Staton, diskósöngkona sem gerđist gospel, en er aftur farin ađ snúa sér ađ veraldlegri tónlist. Hún er 66 ára og auđheyrilega í toppformi. Verđ ađ eignast ţennan disk. Keypti mér um daginn safndisk međ annarri stórskostlegri söngkonu, sem líka er 66 ára. Hún heitir Fontella Bass, söng "Rescue Me" forđum daga, og er hreint ekki síđri en Aretha. Er ţá mikiđ sagt.
Ég hef gaman af tónlist. Alls konar tónlist. Hún er svo stórkostleg uppfinning og svo frábćrt krydd í gráan hversdagsleikann.