Seifur

Svolítið einkennileg frétt og líklega hraðsoðin, því að inn í hana hefur ýmislegt slæðst sem prófarkalesari hefði án efa rekið augun í. Beygingin á nafni Frelsarans er röng, Zeus heitir Seifur á íslensku, og með "Rhodes" er væntanlega átt við grísku eyjuna Ródos, eða hvað? Þá er borgin Efesus skrifuð að enskum hætti, o.s.frv.

Merkilegt, annars, að Paris Hilton skyldi ekki komast á listann. Hún er eitthvert mesta undur sem ég veit um. Hefur nákvæmlega ekkert sér til frægðar unnið en er samt fræg.


mbl.is Tilkynnt um ný sjö undur heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Fréttin svolítið einkennileg? Þér þætti hún tæpast einkennileg ef þú læsir fréttirnar á mbl.is að jafnaði. Í þeim hópi er fréttin einkennandi en ekki einkennileg.

Hlynur Þór Magnússon, 8.7.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Elmar Geir Unnsteinsson

Haha! Þetta er rétt. Ég var greinilega of sofandi þegar ég las þessa frétt. Mig langaði strax að benda á beygingu nafnsins 'Jesús'.

En það nær einmitt ekki nokkurri átt að skrifa 'Zeus', hvað á það eiginlega að þýða! Ég kýs reyndar að skrifa 'Efesos' frekar en 'Efesus' - því að þetta er umritun úr grísku en ekki latínu. 

Elmar Geir Unnsteinsson, 8.7.2007 kl. 10:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband