8.7.2007 | 10:21
Seifur
Svolítið einkennileg frétt og líklega hraðsoðin, því að inn í hana hefur ýmislegt slæðst sem prófarkalesari hefði án efa rekið augun í. Beygingin á nafni Frelsarans er röng, Zeus heitir Seifur á íslensku, og með "Rhodes" er væntanlega átt við grísku eyjuna Ródos, eða hvað? Þá er borgin Efesus skrifuð að enskum hætti, o.s.frv.
Merkilegt, annars, að Paris Hilton skyldi ekki komast á listann. Hún er eitthvert mesta undur sem ég veit um. Hefur nákvæmlega ekkert sér til frægðar unnið en er samt fræg.
Tilkynnt um ný sjö undur heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fréttin svolítið einkennileg? Þér þætti hún tæpast einkennileg ef þú læsir fréttirnar á mbl.is að jafnaði. Í þeim hópi er fréttin einkennandi en ekki einkennileg.
Hlynur Þór Magnússon, 8.7.2007 kl. 10:56
Haha! Þetta er rétt. Ég var greinilega of sofandi þegar ég las þessa frétt. Mig langaði strax að benda á beygingu nafnsins 'Jesús'.
En það nær einmitt ekki nokkurri átt að skrifa 'Zeus', hvað á það eiginlega að þýða! Ég kýs reyndar að skrifa 'Efesos' frekar en 'Efesus' - því að þetta er umritun úr grísku en ekki latínu.
Elmar Geir Unnsteinsson, 8.7.2007 kl. 10:57