Æ!

Ég trúi ekki að það eigi að fara að eyðileggja Þingvelli! Mér þótti nóg um þegar fréttir bárust af því að fella ætti nokkur hundruð barrtré þar, bara vegna dynta einhvers ráðs eða nefndar sem spekúlerar í því hvaða staðir á jarðríki eiga skilið að komast á einhverja heimsminjaskrá. Mér var spurn: Er virkilega svo nauðsynlegt að Þingvellir komist á umrædda skrá? Þeir hafa verið skráarlausir langalengi. Mega þeir ekki vera það áfram?

Svo kom upp úr kafinu í fréttunum í kvöld að ráðið var alsaklaust. Þetta eru tiktúrur einhverra manna og kvenna sem vilja hafa Þingvelli eins og þeir voru á þjóðveldisöld! Og svei mér þá, þetta fólk virðist ætla að komast upp með vitleysuna!

Ég er alinn upp við barrtré á Þingvöllum. Ég vil hafa þau þar áfram. Og ef við ætlum að fara að breyta Þingvöllum þannig að þeir verði eins og þeir voru fyrir átta hundruð árum eða svo finnst mér að rífa þurfi öll mannvirki sem þar eru. En varla er það partur af prógramminu, er það?

Og varla má mismuna landshlutum og héruðum... varla ætla þingmenn að láta það líðast? Hér með krefst ég þess að allt Ísland verði fært í sama horf og það var á þjóðveldisöld.

Í alvöru talað ... kemst fólk upp með svona lagað?

Auk þess legg ég til að Akureyrarbær hætti að styrkja íþróttafélög sem kunna sig ekki.

Loks legg ég til að fólk hætti að agnúast út í lögregluna þegar hún er að gera skyldu sína.

Og hananú! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband