Góðar fréttir

Þetta voru góðar fréttir. Kanadamenn eru góðir heim að sækja og stutt að fara frá Torontó til ýmissa ágætra borga og staða, auk þess sem borgin sjálf er skemmtileg. Ég vona bara að flugsætin verði á viðráðanlegum prís.

Ólíklegt þykir mér að Icelandair hyggi á flug til Montreal og Ottawa líka, því stutt er á milli borganna þriggja. Hins vegar er ég viss um að margir, vestanhafs sem hérlendis, myndu notfæra sér áætlunarflug til Winnipeg. En verðið skiptir auðvitað miklu eins og fyrri daginn.


mbl.is Icelandair hefur áætlunarflug til Toronto næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru stórkostlegar fréttir - Loksins!  Ég býð þó spennt eftir að fá beint flug til og frá Vancouver á vestur ströndinni þar sem ég bý.  Enn að þurfa ekki að fara í gegnum Bandaríkin, eða til London og baka er stór munur.  Ég vona einnig að verðið verði viðráðanlegt - þar sem verð á innanlandsflugi hér í Kanada frekar hátt þegar.

Eydis S. Luna Einarsdottir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 14:48

2 identicon

Þetta eru góðar fréttir má með sanni segja. Kanada er mun skemmtilegri áfangastaður en nokkurn tímann BNA í mínum huga. Mér þykir þó heldur ólíklegt að verðið verði viðráðanegt, þar sem Icelandair stundar það af miklu kappi að nýta sér fákeppni á íslenskum samgöngumarkaði til okurs á fargjöldum. Það mun þó verða áhugavert að sjá hvort lággjaldaflugfélög sýni þessu áhuga, þar sem flug til borga sem St. John's og Halifax er ekki nema 3.5-4.5 klst og hvor tveggja eru áhugaverðir áfangastaðir, svo ekki sé talað um að komast með tánna inn á norður ameríku. Frá Kanada eru til dæmis bein flug til Kúbu, sem er ekki frá BNA, og svo sleppur maður náttúrulega við nasaskoðun innflytjendaeftirlits BNA. 

Vil líka benda þér á það, Eydís, að Trex / Vestfjarðaleiðir standa fyrir flugum til St. John's einu sinni eða tvisvar árlega, á mjög góðu verði. Þangað er hægt að fljúga með Canadair frá Winnipeg fyrir umþb CAD500. Það er kannski ekki hentugt að skipuleggja ferðir í kringum þann tíma eingöngu, en það er skárra en rányrkjan sem Icelandair stundar á Boston / Baltimore legg flugleiðarinnar Winnipeg-(Toronto)-Boston-Keflavík. Það er svo annað mál að það er einkennilegt að það er flogið með Icelandair leiguvélum  

Vil bara taka fram að ég er ekki viðriðinn Trex / Vfl á neinn hátt
 

Högni Gylfason (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Helgi Már Barðason. Já, langt er nú síðan ég hef heyrt af þér. Það eru orðin 27 ár síðan við skruppum yfir til Grænlands saman. Kannski þarf að halda partý eftir þrjú ár og draga saman allt liðið.

Eydís, býrðu í Vancouver? Höfum við hist? Það þarf virkilega að gera eitthvað til að draga seman þessa Íslendinga á svæðinu. Við vitum yfirleitt ekkert hvert af öðru.

Högni, af hverju flýgurðu frá Winnipeg til Íslands í gegnum Boston? Þegar ég bjó í Winnipeg var yfirleitt betra að fljúga í gegnum Minneapolis því það var mun ódýrara að fljúga Winnipeg-Minnaepolis and Winnipeg-Boston (og mun styttra).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.7.2007 kl. 22:56

4 identicon

Sorry hvað það tók mig langan tíma að svara þér Krístín - já ég er í Vancouver, og ég sé af þínum profíl að þú ert hérna líka!

Nei við höfum ekki hist.. enn! Ég hef bara hitt einn íslending hérna og hef þó verið búsett hérna í rúm tvö ár..  

Endilega sendu mér e-mail - ég fann hvergi addressu hjá þér, enn undir nafninu mínu er slóð á vefsíðuna mína, sem hefur að geyma allar upplýsingar!

Eydis S. Luna Einarsdottir (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 21:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband