Kristilegt þunglyndi og galsapylsa

Ég man ekki að hverju ég var að leita á Gúglinu í dag þegar ég lenti inni á einhverju sem nefnist "Kristilegar þunglyndissíður." Í ljós kom að málefnið var svo sem gott, eins og vænta mátti, en heldur finnst mér nafngiftin óheppileg...

Í Íslenskri orðabók rakst ég hins vegar á hið skemmtilega orð "galsapylsa". Og nú megið þið giska á hvað það þýðir. Er þetta: a) bjúga, b) smápylsa, c) lifrarpylsa, d) getnaðarlimur?

Svar í næsta þætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Hmmm.....lýsir það einhverjum sorahugsunarhætti ef manni dettur bara eitt í hug? Nei annars gæti líka þýtt lifrarpylsa sem neytt er á glettinn og gamansaman hátt. Þetta er hálfgert Fimbulfamb og það er skemmtilegasta spil sem ég þekki. Bíð spennt eftir svarinu.

Inga Dagný Eydal, 21.7.2007 kl. 00:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband