31.7.2007 | 21:46
Skelfilegt
Hugsa sér - sex af hverjum tíu fara einir á bílum sínum í vinnuna á hverjum morgni! Og tveir til viðbótar í bíl með öðrum!
Þetta er klikkun. Er nokkur furða að gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sé að sligast? Hvað í ósköpunum þarf að gerast til að Íslendingar fari að hugsa sinn gang í þessum málum? Og hugsið ykkur alla peningaeyðsluna og loftmengunina!
Í mínum hjartfólgna heimabæ er ástandið ábyggilega litlu skárra - og þó. Eftir að strætóferðir urðu ókeypis hefur farþegunum fjölgað mjög. Ennþá eru samt ótrúlega margir sem fara sína leið á sínum bíl og sínum hraða - einir.
Umferðarmálin leysast ekki með fleiri og breiðari götum, það er ljóst. Þau leysast einungis með bættum almenningssamgöngum. En til þess að þær batni þarf fólk að nota þær - jafnvel þótt það þýði aðeins meiri tíma til að koma sér í vinnuna á morgnana.
Hafnfirðingar lengur á leiðinni til vinnu en aðrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |