Kinnroði

Það kemur fyrir - ekki oft, en stöku sinnum - að ég skammast mín fyrir að búa á Akureyri.

Í dag kom það fyrir tvisvar.

Í fyrra skiptið þegar ég sá grein eftir mann nokkurn, sem kallar sig "vin Akureyrarvallar", í Morgunblaðinu. Maður þessi kennir "aðkomumönnum" um allt það sem hann finnur þróun bæjarins til foráttu á undanförnum árum.

Svona viðhorf hefði átt að jarða með viðhöfn fyrir mörgum árum.

Í seinna skiptið þegar ég sá á netinu að fólk sem kallar sig "vini Akureyrar" ætlar að hefja undirskriftasöfnun þar sem krefjast á afsagnar bæjarstjórans - og einhverra fleiri bæjarfulltrúa, ef ég man rétt.

Ástæðan? Ja, hugsanlega tengist hún þeim þrjú þúsund hamborgurum sem slegið er upp á forsíðu DV í dag.

Hafa menn enga sómatilfinningu? Þetta er í besta falli aðhlátursefni.

Ég vona að "aðkomumenn" haldi áfram að láta að sér kveða í bæjarmálunum og stuðla að framförum og velsæld í bænum.

Auk þess legg ég til að verslunarmannahelgar verði lagðar niður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Sammála þessu með verlsunarmannahelgarnar má alveg leggja þær af:) Og enn segi ég húrra fyrir Akureyrarbæ....

Erna H 

Móðir, kona, sporðdreki:), 9.8.2007 kl. 11:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband