Potturinn og pannan

Á leiðinni til höfuðborgarinnar í síðustu viku tókum við hjónakornin eftir skilti á Blönduósi, skammt frá N1, með merki Pottsins og pönnunar, þess gamla og sívinsæla veitingastaðar við Skipholtið í Reykjavík. Hvað var þetta skilti að gera þarna?

Við ákváðum að kanna málið á leiðinni til baka og það má með sanni segja að Húnvetningar hafi komið okkur hressilega og ánægjulega á óvart. Á Blönduósi var nefnilega nýverið opnað "útibú" frá Pottinum og pönnunni. Það er til húsa í gamalli vélsmiðju, skínandi vel innréttaður staður og allt viðmót kokks og þjónustufólks hið notalegasta. Maturinn sveik ekki. Á boðstólum eru klassískir Potts- og pönnuréttir ásamt fleiri girnilegum réttum, auk hamborgara og þvíumlíks. Barnamatseðillinn er prýðilegur og verðið er hreint ekki svo slæmt.

Ég vona að þetta sé aðeins upphafið að breyttum matarvenjum Íslendinga sem ferðast um þjóðvegi landsins. Að skyndiborgararnir og það sem þeim fylgir fari að láta undan síga fyrir hollari og vandaðri mat. Við fjölskyldan ætlum svo sannarlega að koma aftur við á Pottinum og pönnunni á Blönduósi og vonandi lifir staðurinn sem allra lengst, því að hann lofar vissulega góðu.

Hvernig væri að fá Lauga-ás í Hrútafjörðinn og Greifann (með sinn ljúffenga saltfisk) supaí Skagafjörð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband