Ian McShane

Ég hef ákaflega gaman af gömlum, vellukkuðum sjónvarpsþáttaröðum. Ein slík hefur verið sýnd á DR á undanförnum mánuðum og ég var einmitt að horfa á þátt úr henni fyrr í dag. Þættirnir eru breskir, nefnast "Lovejoy" og fjalla um samnefndan fornmunasala sem stundum er á gráu svæði hvað venjubundnar kaup- og söluaðferðir snertir. Spennan í þáttunum er ekki ýkja mikil en húmorinn ágætur og þeir skarta, eins og flestir breskir sjónvarpsþættir, skemmtilegum aukaleikurum.

Sá sem leikur Lovejoy er enginn annar en Ian McShane, maður sem fæddur er í Manchester árið 1942. Hann hóf feril sinn í rómantískum hlutverkum, svo tóku við skapgerðarhlutverk og síðustu árin hefur hann slegið í gegn sem slúbbert í þáttunum "Deadwood". Fyrir leik sinn þar hefur hann m.a. fengið Golden Globe-verðlaun. Þótti ýmsum mál til komið að þessi ágæti leikari, sem kannski er ekki mesti stórleikari í heimi en stendur alltaf fyrir sínu, fengi almennilega viðurkenningu.

Ég hef gaman af svona körlum. Svipsterkum náungum sem hreinlega eiga skjáinn þegar þeir birtast á honum. Leika sér að því að skjóta yngri og frægari nöggum ref fyrir rass. Það er hrein unun að horfa á Ian McShane sem Lovejoy, þó að þættirnir séu ekkert óskaplega merkilegir og svolítið farnir að eldast (þeir voianmcru gerðir á 9. áratugnum). Svona eiga góðir sjónvarpsleikarar að vera.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband