25.9.2007 | 18:51
Na na na
Eitt allra vinsćlasta - nei, allra vinsćlasta lagiđ í sögu ćskulýđsheimilisins (síđar félagsmiđstöđvarinnar) Dynheima á Akureyri á árunum 1974-1984 (og kannski lengur) var Na Na Na međ trommuleikaranum Cozy Powell. Cozy ţessi hét réttu nafni Colin Flooks, fćddist á Englandi áriđ 1947 og er af mörgum talinn einn allra fćrasti trommuleikari sinnar samtíđar. Hann er trúlega ţekktastur fyrir spilamennsku sína í hljómsveit Ritchies Blackmore, Rainbow. Cozy Powell lést í bílslysi áriđ 1998.
Ekki er mér kunnugt um ađ Na Na Na hafi náđ viđlíka vinsćldum annars stađar í heiminum. Ţetta var hálfgert einkennislag Dynheima í a.m.k. áratug ekkert lag var spilađ jafnoft, ekki einu sinni útgáfa Showaddywaddy af Under The Moon of Love, sem ţó var svo sannarlega vinsćl. Dance With The Devil er áreiđanlega ţekktasta lagiđ sem Cozy sendi frá sér á sólóferlinum, en varđ aldrei jafn vinsćlt í Dynheimum og einfalda lagiđ međ einfalda nafninu: Na Na Na.
Í kvöld verđur opnuđ ný félagsmiđstöđ fyrir unglinga í gamla Barnaskóla Akureyrar, fallegu húsi sem setur mikinn svip á bćinn. Ég hitti forstöđumanninn áđan, sem er gamall Dynheimaunglingur, og ţá rifjađist svo margt upp fyrir mér sem ég hafđi ekki hugsađ um lengi. Til dćmis Cozy Powell og Na Na Na. Ţá uppgötvađi ég ađ ég hafđi aldrei haft hugmynd um hver söng lagiđ, en vissi ađ Cozy hafđi ekki gert ţađ sjálfur. Nú veit ég ađ ţađ var gamall félagi hans, Frank Aiello. Höfundur lags og texta er John Cameron.
Meira um Cozy og Dynheima síđar (ţađ er ég viss um).
Athugasemdir
Vááá ég bara varđ ađ kommentera á ţetta! Ţessir dásamlegu tímar ţegar Dynheimar voru og hétu. Ég hef komiđ á margan skemmtistađinn síđan en ţori ađ fullyrđa ađ hvergi var jafn gaman og í Dynheimum ţegar Na Na Na Na var hvađ vinsćlast.
Inga Dagný Eydal, 25.9.2007 kl. 19:05
Man mađur eftir ţessu lagi og ég tala nú ekki um Dynheima!!
Huld S. Ringsted, 25.9.2007 kl. 19:08
Afrekađi loksins ađ setja tónlistarspilara á síđuna hjá mér og ţar var Na Na Na sjálfgefinn fyrsti kostur... á ábyggilega eftir ađ setja hér inn fleiri góđa kunningja frá sokkabandsárum okkar, stelpur
Helgi Már Barđason, 25.9.2007 kl. 22:15
meira um dynheima síđar já, vćri snilld. man eftir ţegar mađur dansađi í 16 og hálfan tíma, samfleytt. og ekki síđur ţegar mađur tók tuttuguogfimm tímana, íslandsmet sko.. en ţađ voru fjórir svo ég varđ ekki opinber íslandsmeistari! en litli bróđir sló ţađ nú síđar, en ţá voru breyttar reglur. pásur og svoleiđis stöff.
svo voru ţađ auđvitađ 1/2 7 og baraflokkurinn.... og gary numan.
arnar valgeirsson, 25.9.2007 kl. 22:27
Dynheimar já. Ég var nú alltaf svolítiđ utanveltu ţar. Kunni betur viđ mig í Hlíđarfjalli.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:40
Blessađur Helgi ! ţar sem ég hef sérstakt dálćti á trommurum finnst mér magnađ ađ sjá fjallađ um einn ađ mínum uppáhalds hérna, Cozy heitinn Powell sem eins og ţú segir var einn af fćrari trommurum sinnar samtíđar já og breskrar rokksögu, trommari međ sinn stíl. Gaman ađ fá ađ heyra ţetta lag sem ég hef ekki oft heyrt, finnst ţađ mun skemmtilegra en hitt lagiđ sem nefnt er.
Björn Jónsson (IP-tala skráđ) 27.9.2007 kl. 00:55
Gaman ađ geta ţess ađ umrćdd listatónsmíđ lifir enn ţví ég man ekki betur en ađ Ódi (Jón Óđinn Óđinsson) hafi löngum veriđ međ lagiđ í spinning-tímum sínum í Vaxtarrćktinni.
Stefán Ţór Sćmundsson, 30.9.2007 kl. 18:36