Oft er ţađ gott...

Á fyrri hluta áttunda áratugarins, ţegar útvarpsstöđin var auđvitađ bara ein, var á dagskránni ţáttur sem hét Tíu á toppnum. Umsjónarmađurinn hét Örn Petersen og ţátturinn var vinsćldalisti síns tíma. Ég er ekki í nokkrum vafa um ađ ţátturinn naut gríđarmikillar hlustunar. Ađ minnsta kosti sat ég límdur viđ útvarpstćkiđ ţegar hann var sendur út og ţađ gerđu allir mínir vinir og kunningjar líka.

Um ţađ leyti sem ţátturinn góđi (og alltof skammlífi) rann sitt skeiđ á enda voru á toppnum tveir sómamenn, ţeir Albert Hammond og Lobo. Albert er tvítyngdur, jafnvígur á spćnsku og ensku, og hefur lengi notiđ vinsćlda í hinum spćnskumćlandi heimi. Hann var hins vegar ekki stjarna nema skamma hríđ og langţekktastur fyrir lag sitt "It Never Rains in Southern California". Albert er enn ađ, fékk orđu frá Bretadrottningu fyrir nokkrum árum fyrir störf sín ađ tónlistarmálum, og sendi nýlega frá sér plötu eftir langt hlé. Sonur hans og nafni er ţekktur gítarleikari (Strokes).

Lobo heitir Kent Lavoie réttu nafni, er af indíánaćttum og varđ líka skammlífur á stjörnuhimninum. Kunnasta lag hans heitir "I'd Love You To Want Me". Áriđ 1975, ţegar Tíu á toppnum kvaddi (ef minniđ svíkur mig ekki), var skin ţeirra Alberts og Lobos á stjörnuhimninum mjög tekiđ ađ dofna. Ég hef, ađ gamni, sett hér inn á spilarann lögin sem voru númer 1 og 2 daginn sem Örn Petersen tilkynnti ađ ţćttirnir Tíu á toppnum yrđu ekki fleiri. Ég get ţó ekki fyrir mitt litla líf munađ hvort lagiđ var í fyrsta sćti. Ţađ gerir heldur ekkert til. Ţetta eru létt lög og melódísk - albertidagkannski örlítiđ vćmin, en gerir ţađ nokkuđ til?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var búinn ađ gleyma ţessu lagi međ Lobo, en mig rámar í lag sem heitir "Me and you and a dog named Boo". Man hinsvegar eftir Tíu á toppnum ţar sem mađur var ávallt tilbúinn á rec takkanum á kassettutćkinu sem mér áskotnađist í fermingargjöf.

Björn Jónsson (IP-tala skráđ) 27.9.2007 kl. 21:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband