Bretar vita sínu viti

Þetta val kemur mér ekki á óvart. Ég hef aldrei haft dálæti á laginu "Ebony And Ivory" og hefði sennilega greitt því atkvæði í sams konar kosningu hér á landi. Dúett McCartneys og Jacksons er heldur ekki góður og ekki er ég hrifinn, frekar en Bretinn, af Litla trommuleikaranum með Bing og Bowie - kannski af því að mér finnst þetta fallega lag alltaf best með Bing einum og sér.

"Save Your Love" ætti hins vegar ágætlega heima á lista yfir fyndnustu dúettana. Íslenska útgáfan, með Magnúsi Ólafssyni og Þuríði Sigurðardóttur, er ekki síðri að því leyti.

Ekki veit ég hvaða ágæta fólk er þarna nefnt í sömu andrá og lagið "You're The One That I Want," en auðvitað er það alltaf best með þeim Jóni og Ólafíu. Það kemur mér hins vegar á óvart að þarna skuli ekki sjást nöfn á borð við Barbru Streisand, Elton John og Frank Sinatra - það ágæta, en mistæka fólk, á sennilega heima á báðum listunum ...


mbl.is „Ebony & Ivory“ valinn versti dúett sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei bretar eu klikk

Einar Bragi Bragason., 7.10.2007 kl. 19:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband