Súlur?

Jæja, þá er friðarsúlan margumrædda hennar Jókóar um það bil að tendrast ... Ég legg til að við Akureyringar fáum einhvern góðan listamann til að hanna og reisa handa okkur frygðarsúlu á einhverjum góðum stað - til dæmis við Torfunefsbryggju, þar sem aflaskipið Súlan liggur gjarnan, eða neðan við bæjarfjallið Súlur ... frygðarsúla þessi gæti verið til minningar um alla súlustaðina sem voru hér í bæ fyrir fáeinum árum og jafnframt verið hvatning til íbúa um að leggja sitt af mörkum til þess að bæjarbúum fjölgi hratt og vel ... Á þessum pítsu- og DVD-tímum veitir fólki áreiðanlega ekki af hvatningu til hollrar hreyfingar, sem í ofanálag er ókeypis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband