9.10.2007 | 21:07
Big Daddy
Kaliforníusveitin spaugsama, Big Daddy, er sennilega ekki ýkja ţekkt hér á landi - frekar en annars stađar. Hún var stofnuđ áriđ 1983 og vakti fljótt athygli fyrir nýstárlegar, en yfirleitt sérlega skemmtilegar og vel heppnađar, útsetningar af kunnum tónsmíđum. Áriđ 1985 komust ţeir félagarnir t.d. inn á breska vinsćldalistann međ útgáfu af lagi Bruce Springsteen, "Dancing In The Dark." Útsetningin var fengin ađ láni úr gömlu lagi međ Pat Boone, "Moody River". Útkoman er á spilaranum hérna til vinstri. Ég reyni ađ endurnýja lögin ţar reglulega og hafa ţau svona hvert úr sinni áttinni.
Ekki veit ég hvort félagarnir í Big Daddy eru enn ađ. Ţeir eru ekki afkastamiklir og plötur ţeirra ekki auđfundnar. Margt er á huldu um ţessa ágćtu ćringja, en ţeir segjast sjálfir hafa stofnađ hljómsveitina á sjötta áratugnum. Ţeim var hins vegar rćnt, segja ţeir, af skćruliđum frá Laos ţegar ţeir voru ađ skemmta bandarískum hermönnum í Víetnam á sínum tíma og skćruliđarnir voru vitaskuld svo hrifnir af tónlist ţeirra ađ ţeir fengust ekki til ađ skila ţeim fyrr en 1983!
Ég ţekki menn og konur sem ég vćri alveg til í ađ losna viđ nćstu ţrjátíu árin eđa svo. Ćtli ţessar skćruliđasveitir séu enn starfandi?