Madríd

Spánarferđin stutta var aldeilis hreint ágćt. Madríd er nokkuđ skemmtileg borg ţó ađ ég hafi ekki beinlínis heillast. Hún er dálítiđ skítug, eins og margar stórborgir, rusliđ var svo sem ekki áberandi en víđa mátti sjá merki um ţvaglát manna og hunda og finna tilheyrandi óţef. Ekki var óalgengt ađ sjá betlara ađ störfum og heimilisleysingjar lágu sums stađar uppi viđ húsveggi. Jarđlestakerfi ţeirra Madrídinga er hins vegar til fyrirmyndar, einfalt, skilvirkt og afskaplega snyrtilegt. Hóteliđ var prýđilegt (viđ brugđum okkur meira ađ segja í heilsulind ţar, hjónakornin) og viđ vorum heppin međ mat - kannski af ţví ađ viđ fundum strax góđan, amerískan veitingastađ sem bauđ upp á ţađ besta í norđur- og miđ-amerískri matarmenningu. Mér finnst slíkur matur góđur - miklu betri en tapas međ hráu keti og misjafnlega velllukkađar paeljur - og ég held mig gjarnan viđ ţađ sem ég ţekki vel og nýt ţess ađ borđa. Svona er ég nú lásí.

Í leikhúsum var m.a. veriđ ađ sýna "La Bella y la Bestia" og ballett frá Moskvu var í heimsókn. Viđ létum leikhúsin eiga sig, enda ekkert sérlega sleip í spćnskunni, og sömuleiđis fékk fótboltinn friđ fyrir okkur. Mér skilst reyndar ađ leikurinn, sem margir ferđafélaganna ćtluđu ađ fara á, hafi veriđ fćrđur. Feginn er ég ađ vera ekki knattspyrnuađdáandi - ég hefđi áreiđanlega orđiđ alveg brjálađur.

Viđ fórum hins vegar á tónleika međ Van Morrison í gríđarstórri, nýrri íţróttahöll, Palacio de Deportes, og ţađ var magnađ. Karl byrjađi á slaginu átta, söng og spilađi međ hljómsveitinni sinni fínu í einn og hálfan tíma - án ţess ađ stansa og gaf fólki varla tóm til ađ klappa - og kvaddi síđan. Flutningurinn óađfinnanlegur - hljómburđurinn frábćr. Svona eiga tónleikar ađ vera.

Meira síđar.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband