Karlsvagninn

Verða þá sérstakir vagnar fyrir karla? Hvað þá um hommana? Eða eru engir slíkir þarna frekar en í Íran? Er öruggt að konurnar verði óhultar fyrir fjölþreifnum lesbíum? Segið mér að þessi frétt sé grín ...


mbl.is Einungis fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef ekki trú á að það sé mikið um að konur séu að áreita karlmenn þarna þeim til ama...þess vegna engin þörf á sér vagni fyrir þá... veit ekki með hommana, hvort þeir verða fyrir áreiti...þeir gætu þá bara fengið að vera í vagni með konunum...en kannski yrði það til þess að "áreitararnir" breyttust snögglega allir í homma ...þetta er of flókið....

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef aldrei heyrt að það væri vandamál að lesbíur áreiti aðrar konur í lestum...hins vegar hefur áreiti og óvelkomin athygli karlmanna gagnvart konum í almenningsfarartækjum verið þekkt frá öndverðu og er alls engin ný bóla.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 15:30

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Þetta var nú bara sagt í hálfkæringi ... það er auðvitað skelfilegt ef vandamálið er svo alvarlegt þarna austur frá að konurnar þurfi að fá sérstaka vagna til að fá frið fyrir kynferðislegri áreitni. Í kjaftfullum lestarvögnum er vandamálið án efa mjög algengt ... og karlmenn verða svo sannarlega fyrir áreitni líka, hvort sem það er nú frá konum eða körlum. Um lesbíska áreitni veit ég minna. En það er ljóst að einföld lausn er ekki til á svona vandamálum og það er nú meinið.

Helgi Már Barðason, 31.10.2007 kl. 16:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband