Af ljóshærðum þulum og húölum

sjonvtaeki2Ég sé ekki betur en allar nýju þulurnar hjá Sjónvarpinu séu ljóshærðar - a.m.k. býsna ljósar yfirlitum - og séu þar með í stíl við þær tvær "gömlu" sem eftir eru, Katrínu og Evu. Tilviljun? Ég hef vitaskuld ekki hugmynd um hver raunverulegur háralitur stúlknanna er, enda ómögulegt fyrir hársnauðan viðvaning eins og mig að segja til um það, en er það tilviljun ein að engin nýju þulanna er karlmaður, engin þeirra dökk- eða rauðhærð, engin af öðrum kynstofni en hinum norræna?

Nú veit ég ekkert um umsækjendurna um þularstarfið, en man þó til þess að hafa lesið að allmargir karlmenn hafi sótt um starfið. Var háralitur þeirra e.t.v. rangur? Eða er þularstarfið kvenmannsverk og þá einkum fyrir norrænar konur?

Sjónvarpið hefur lengi notað bláa litinn sem nokkurs konar einkennislit - getur hugsast að þar á bæ telji menn ljóst hár "tóna" best við hann?

Gaman væri að vita.

Auk þess legg ég til að fréttaþulir Sjónvarpsins hætti hinum hvimleiða og tilgerðarlega blístursframburði á hv- í upphafi orðs. Sums staðar á Suður- og Suðausturlandi bera menn þetta hljóð fram á ákveðinn hátt en sá háttur á ekkert skylt við hvininn sem fréttamennirnir gefa frá sér þegar þeir fara með okkur áhorfendurna í húalaskoðun .

Og hananú. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband